Einn aðili skráði sig fyrir 730 milljóna króna hlut í hlutafjáraukningu Verne Real Estate hf. Um er að ræða hlutafjáraukningu í dótturfélagi Verne Holdings. en 100 þúsund hlutir voru gefnir út, allir í flokki forgangshlutafjár. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu til fyrirtækjaskrár voru forgangshlutirnir seldir á verðinu 7.315,79 krónur á hlut. Þess má geta að í síðasta birta ársreikningi Verne Real Estate var eigið fé félagsins neikvætt um 5,9 milljónir dollara eða um rúmlega 730 milljónir króna.

Í gegnum fjárfestingarleiðina

Í tilkynningunni kemur einnig fram að hluthafinn sem skráði sig fyrir hlutunum hyggst greiða fyrir þá með fjárhæð í krónum sem fengust í útboði Seðlabanka Íslands í mars. Ekki kemur fram hver hluthafinn er sem greiðir fyrir hlutinn. Tveir stærstu hluthafarnir í Verne Holdings, móðurfélagi Verne Real Estate hf, eru Novator með 38% hlut og Teha Investments, sem er skráð í Lúxemborg og á 39% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.