Taktikal er nýtt fyrirtæki skipað reynslumiklum einstaklingum úr fjármála- og tæknigeiranum með það markmið að hjálpa fyrirtækjum í netviðskiptum við stafræna vöruþróun. Starfsmenn félagsins hafa samanlagt um 40 ára reynslu úr upplýsingatækni í fjármálageiranum og hafa fyrir stofnun félagsins komið að þróun og innleiðingu viðskiptakerfa sem þjónusta tugþúsundir Íslendinga í hverjum mánuði.

Framkvæmdastjóri Taktikal er Valur Þór Gunnarsson, en Valur hefur starfað við vöruþróun í vel á annan áratug, nú síðast sem þróunarstjóri hjá Íslandsbanka. Meðstofnendur fyrirtækisins eru þrír, þeir: Valur Þór Gunnarsson, Birgir Þór Gylfason og Jón Björgvin Stefánsson.

Nýjar áherslur með nýrri kynslóð

„Flest öll fyrirtæki eru mjög meðvituð um ásýnd sína á netinu, þau eru með mjög vel framsetta heimasíðu og einhverja virkni þar. Kröfur viðskiptavina hafa einnig breyst hratt á undanförnum árum meðal annars með tilkomu snjalltækja. Í dag erum við til dæmis með heila kynslóð sem hefur ekki kynnst öðru en stafrænum lausnum. Kynslóðin er gjarnan nefnd „digital natives”. Stafræn viðskiptaupplifun er því ekki aðeins orðin mikilvægasti þátturinn í vöruframboði fyrirtækja heldur forsenda viðskipta hjá heilli kynslóð sem er þegar komin út á vinnumarkaðinn. Hún vill geta afgreitt sig sjálft. Þau vilja að sjálfsagreiðslulausnir svo að vörur og þjónusta sé alveg stafræn, frá upphafspunkti og alveg út á enda.

Þetta hef ég uppgötvað í mínu starfi í fjármálafyrirtækjum á síðustu árum. Þetta er bylting sem er að verða á alheimsvísu, og Ísland er kannski aðeins eftir á. Ég sé mikil tækifæri í að nota þessa þekkingu. Það þarf að vera til þekking á tækninni og hvernig á að hanna þessa þjónustu. Þetta er ekkert annað en stafrænar vörur. Þetta eru kröfur þessara nýju viðskiptavina.

Breytingar á regluverki hafa áhrif hér

„Breytingarnar munu auka samkeppni hjá fjármálafyrirtækjum, þar sem þau verða að opna hjá sér fyrir netbanka og aðra þjónustu. Því eru tæknifyrirtæki að verða meðspilarar. Þetta er ekki bara samkeppni á milli banka heldur samkeppni á milli banka, tækni- og þjónustufyrirtækja,“ segir Valur.

Það eru ekki bara tækniþróun og auknar væntingar viðskiptavina sem hafa áhrif á rafræna þjónustu fyrirtækja. Nýjar reglugerðir sem taka gildi í Evrópu á næsta ári munu einnig hafa mikil áhrif á öll rafræn viðskipti hér á landi. Breytingunum er annars vegar ætlað að auka samkeppni á fjármálamarkaði og hins vegar að tryggja eignarétt og umsýslu persónuupplýsinga með nýjum og afar róttækum persónuverndarlögum. Fyrir ákveðin fyrirtæki mun þetta þýða að mikil tækifæri skapast á markaði að til að skapa ný sóknarfæri í rafrænum viðskiptum.

„Breytingarnar munu auka samkeppni hjá fjármálafyrirtækjum, þar sem þau verða að opna hjá sér fyrir netbanka og aðra þjónustu. Því eru tæknifyrirtæki að verða meðspilarar. Þetta er ekki bara samkeppni á milli banka heldur samkeppni á milli banka, tækni- og þjónustufyrirtækja,“ segir Valur.

Hann segir að markhópur Taktikal verði millistór og stærri fyrirtæki. „Við höfum reyndar mjög gaman af því að vinna með sprotum. Það eru fyrirtæki sem brenna fyrir nýsköpun og hafa metnað, bætir hann við.

Hverjir eru á bak við Taktikal?

Birgir Þór Gylfason er hugbúnaðarsérfræðingur með 12 ára reynslu af fjármálageiranum með áherslu á gagnagrunnsvinnslur, vefþjónustur og netöryggi og hefur síðastliðin 9 ár starfað sem verktaki í greiðslu- og innlánakerfum innan veggja Íslandsbanka. Birgir er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Jón Björgvin Stefánsson er hugbúnaðarsérfræðingur með yfir 17 ára reynslu af fjármálaforritun bæði á Íslandi og í Evrópu. Jón hefur verið leiðandi hugbúnaðar sérfræðingur í við þróun á applausnum hjá Íslandsbanka síðastliðin 4 ár. Þar áður hefur Jón unnið hjá Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka og Seðlabanka Íslands. Jón er með gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Valur Þór Gunnarsson hefur yfir 15 ára reynslu af vöruhönnun, verkefnastýringu og þróun hugbúnaðar. Síðstu 5 árin hefur Valur unnið sem þróunarstjóri hjá Íslandsbanka. Meðal verkefna sem Valur hefur stýrt eru innleiðing rafrænna skilríkja hjá Íslandsbanka, þróun á Íslandsbanka appinu og útgáfa Kass appsins. Þar áður starfaði Valur sem sérfræðingur hjá Kaupþingi og Arion banka við þróun veflausna og markaðssetningu á netinu. Valur er með gráðu í netviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Óðinsvéum.