Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar á að fjalla um hvernig eigi að tryggja stöðugleika í peningamálum, lækkun tryggingagjalds, langtímahugsun í ríkisfjármálum, léttingu reglubyrðar, sjálfbærar kjarahækkunar og frekari stuðning við alþjóðageirann að því er kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs.

Ráðið segir þetta vera lágmark þeirra aðgerða sem ný ríkisstjórn á að framkvæma í þágu atvinnulífsins til að tryggja samkeppnishæfni. Aðgerðirnar taka mið af afstöðu flokkanna í aðdraganda kosninga í könnun sem Viðskiptaráð gerði um mál sem helst brenna á íslensku atvinnulífi og send var út til allra stjórnmálaflokka.

Þá er einnig vitnað til annarrar kannanar sem ráðið gerði meðal stjórnenda allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs en þar kemur fram að stjórnendur töldu peningamál, skattamál og kjaramál mikilvægustu málaflokkana fyrir kosningar.

Lágmarkskröfur VÍ
Lágmarkskröfur VÍ
© Skjáskot (Skjáskot)

Skoðunina má nálgast í heild sinni hér .