*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 2. apríl 2020 18:09

Setja hámark á landakaup Íslendinga

Jarðafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur um heimild útlendinga til að kaupa land hér á landi hefur verið afgreitt af stjórn.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna hélt hátíðarræðu á Þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn.

Frumvarp forsætisráðherra, um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, var afgreitt úr ríkisstjórn á fundi í vikunni. Með frumvörpunum er verið að bregðast við jarðaeign erlendra aðila hér á landi.

Það er þó ekki það eina sem frumvarpið hefur að geyma heldur er einnig stefnt að því að setja þak á það hve marga hektara Íslendingar mega eiga. Mun þurfa leyfi frá ráðherra til að eignast meira en 1.500 hektara og einnig þarf leyfi ef viðkomamdi á fimm eða fleiri lögbýli sem samanlagt eru 50 hektrarar eða meira.

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar og hefur ekki verið kynnt hve miklum breytingum þau taka að samráði loknu.

Alls bárust 35 umsagnir um málið en flestar þeirra lutu að því að um umtalsverða skerðingu á eignarrétti væri að ræða og að flókið og mannfrekt eftirlitskerfi þyrfti til að fylgja lögunum eftir.