Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að kona verði á nýjum og endurhönnuðum 10 dala seðli sem gefinn verður út árið 2020, en greint er frá þessu á vef CNBC .

Nýi seðilinn verður gefinn út í tilefni af því að þá verða 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur ekki enn verið ákveðið hvaða kona muni prýða seðilinn og mun almenningur fá tækifæri til þess að hafa áhrif á málið.

Á núverandi 10 dala seðli, sem kom út í fyrsta sinn árið 1929, er mynd af Alexander Hamilton, sem meðal annarra var leiðandi í bandaríska frelsisstríðinu og síðar fjármálaráðherra.