*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 22. febrúar 2017 17:58

Setja á nýtt 45% skattþrep

Fjármálaráðherra Suður Afríku hefur tilkynnt um nýtt skattþrep fyrir þá 100 þúsund íbúa landsins með árstekjur yfir 12,6 milljónir króna.

Ritstjórn
Höfðaborg í Suður Afríku, Table Mountain í bakgrunni

Fjármálaráðherra Suður Afríku tilkynnir um nýtt skattþrep sem nemur 45% af tekjum þeirra sem hafa yfir 1,5 milljón rand í tekjur, eða sem nemur 12,6 milljónir íslenskra króna.

Nýja skattþrepið er til þess ætluð að vinna gegn lélegum skattheimtum sem á síðasta árum voru 30 milljörðum randa lægri en áætlað var, meðan ríkisskuldir landsins hafa hækkað upp í 2.200 milljarðar randa.

Tekjuskattur ekki að skila sér

Mestu affölin voru í tekjuskattsinnheimtu, sem voru 15,2 milljörðum randa lægri en búist hafði verið við, sem var þriðjungi meiri lækkun heldur en búist var við í október þegar fyrst var látið vita af yfirvofandi vanda.

Fjárlögin sem fjármálaráðherrann, Pravin Gordhan, hefur nú lagt fram eiga að laga fjárlagahallann um 38 milljarða randa, en þar af eiga tveir þriðju þeirrar hækkunar að koma með þessari tilteknu skattahækku ásamt hækkunum á arðgreiðsluskatti. Restin á að koma með minnkandi eyðslu.

Um 1,5 milljón flutt úr landi

Nýja skattþrepið mun ná til 100 þúsund manns, en síðustu áratugi hafa um 1,5 milljón betur menntaðra sem og hvítra íbúa landsins flutt úr landi.

Fjármálaráðherrann segir að áætlaður hagvöxtur verði um 1,3% á árinu, sem sé að hans mati ekki nógu mikill hagvöxtur, meðan fjárlagahallinn sé 3,1% af vergri landsframleiðslu.

Í apríl og júní stefnir í að matsfyrirtæki líkt og Moody´s og Standard & Poor's muni endurmeta lánshæfismat landsins en það er nú nálægt ruslflokki.