Leikhúsmógúllinn var stofnaður í kringum uppsetningu einleiksins Hellisbúans erlendis en hugmyndin kviknaði þegar systir Óskars, Signý Eiríksdóttir og maður hennar Jón Tryggvason sáu Hellisbúann í Íslensku óperunni árið 2000.

Óskar Eiríksson, framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins, segir upphaflegu hugmyndina hafa verið að setja upp Hellisbúann í Skandinavíu en það gekk ekki eftir.

„Litið tilbaka er það líklega það besta sem gat komið fyrir okkur að fá ekki réttinn í Skandinavíu,“ segir hann.

Í dag er fyrirtækið með útibú í Sviss, Þýskalandi, New York, og er að fara að opna í Kína.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.