Sett var ofan í við Má Guðmundsson seðlabankastjóra vegna framgöngu hans í fjölmiðlum í tengslum við málarekstur bankans gegn Samherja hf. Þetta kom fram í bókun á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands em var haldinn í mars í fyrra. Morgunblaðið fjallar um.

Bókunin var samþykkt í kjölfar ítarlegrar umræðu á fyrri fundum bankaráðsins. Í Morgunblaðinu er vísað til bókuninnar, þar segir: „Bankaráð Seðlabanka Íslands ítrekar áhyggjur sínar af opinberri umræðu seðlabankastjóra um einstök mál sem bankinn er með í vinnslu sbr. umræðu á fyrri fundum og m.a. fundi 1121. Bankaráð krefst þess að seðlabankastjóri láti nú þegar af slíkri umræðu.“

Seðlabankastjóri mætti í viðtal á Eyjunni á Stöð 2 þar sem hann ræddi framgöngu gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og yfirmanns þess og þremur dögum eftir var bókunin gerð. Áður hafði seðlabankastjóri rætt málið í viðtali við Sprengisand.