Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greitt endurnýjanlega orkuiðnaðum þungt högg með ákvörðun sinni um að setja allt að 30% innflutningstolla á sólarsellur og annað búnað í framleiðslu á rafmagni með sólarorku að því er kemur fram á Bloomberg .

Yfir 80% af allri sólarorkuframleiðslu fer fram með innfluttum sólarsellum, sem koma að stærstum hlut frá Asíu.

Ríkisstjórn Trump ákvað á síðasta ári að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Forsetinn hefur einnig fellt úr gildi reglugerðir frá síðustu ríkisstjórn um losun gróðurhúsalofttegunda og gert miklar breytingar á skattaumhverfi framleiðenda endurnýjanlegrar orku sem hefur gert fjármögnun á vind- og sólarorkuverum torveldari.