Áhöfnin á frystitogaranum Kleifabergi RE, sem Brim hf. gerir út, setti met í afla og aflaverðmæti í einni veiðiferð nú í maímánuði, en Fiskifréttir greina frá þessu .

Þar kemur fram að skipið hafi á 29 dögum veitt 1.900 tonn miðað við fisk upp úr sjó og aflaverðmætið hafi numið 736 milljónum króna. Aflann fékk skipið í rússnesku lögsögunni í Barentshafi.

Frá áramótum hefur áhöfnin á Kleifabergi fiskað fyrir rúma tvo milljarða króna.