*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 10. október 2013 10:24

Settu íslenskan fána á norskan lax

Á Kanaríeyjum var norskur lax seldur með íslenskri fánamerkingu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Norðmaðurinn Ola Kjeldstad í Puerto del Camern á Kanaríeyjum varð skúffaður þegar hann uppgötvaði að lax, sem hann taldi vera norskan, var merktur með íslenska fánanum.

Kjeldstad segist hafa orðið sár og svekktur þegar þetta uppgötvaðist. Í ofanálag hafi verið ómögulegt fyrir hann að vita hvort laxinn væri norskur eða íslenskur. 

Kjeldstad keypti laxinn í verslun Spar, sem er mjög stór á matvörumarkaði. Þess vegna ákvað hann að leiða málið ekki hjá sér heldur fá úr því skorið hvað hefði gerst. 

Hann hefur nú fengið svar þar sem hann er fullvissaður um að laxinn sé norskur. 

Stikkorð: Lax