Helgi Magnússon hefur sett 600 milljónir króna til viðbótar í Torg í gegnum ónefnt fyrirtæki í hans eigu. Torg á og rekur Fréttablaðið, DV, sjónvarpsstöðina Hringbraut, nokkra vefmiðla og eigin prentsmiðju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Sagt er frá því að tilgangur hlutafjáraukningarinnar sé að greiða upp óhagstæð lán ásamt því að mæta því tapi sem veirufaraldurinn hefur valdið á þessu ári. Á meðal annarra eiganda af Torgi eru Saffron, Jón Þórisson og Guðmundu Örn Jóhannsson.

Fréttablaðið keypti bæði DV og dv.is á síðasta ári en Hringbraut og Fréttablaðið sameinuðust einnig á síðasta ári. Greint var frá því að ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs hefði Hringbraut orðið gjaldþrota. Í lok árs 2018 var hlutafé Torgs aukið um 300 milljónir.