Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í Fjármálaráðuneytinu í dag nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál. Þar sagði Bjarni frumvarpið boða meiri stöðugleika og betri lífskjör en meðal ákvæða frumvarpsins eru sérstök afkomu og skuldaviðmið. Þar sé byggt á langtímastefnumörkun í opinberum fjármálum og horfið verður til færri málefnasviða en áður. Frumvarpið gerir í grófum dráttum ráð fyrir að færa ábyrgð í auknum mæli til ráðherra og Alþingis.

Eftirfarandi skilyrði verða á skuldum og afkomu opinberra fjármála samkvæmt frumvarpinu. Þar verður heildarafkoma yfir fimm ára tímabil verður að vera jákvæð og árlegur halli ávallt undir 2,5% af landsframleiðslu. Auk þess verða heildarskuldir að vera lægri en sem nemur 45% af vergri landframleiðslu.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.