Siðferðilegar spurningar vakna ef sérstakur saksóknari ákæri Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóra Saga Fjárfestingabanka, á meðan hann gegnir starfi framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Þetta er mat Grétars Þór Eyþórssonar, prófessors og stjórnsýslufræðings við Háskólann á Akureyri.

Í hádegisfréttum RÚV gagnrýndi Grétar það hvernig staðið var að ráðningu Þorvaldar.

Þorvaldur hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á málum tengdum Kaupþingi.

Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélasins hefur varið ráðninguna.