Seðlabanki Íslands samþykkti í heild eða að hluta að meðaltali 87,4% sem gjaldeyriseftirliti barst um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Þetta kemur fram í tölfræði sem Seðlabankinn birtir.

Seðlabanki Íslands hafnaði 12,6% undanþágubeiðna frá gjaldeyrishöftum en samþykkti sex af tíu. Aðrar beiðnir eru óafgreiddar eða voru afgreiddar með afturköllun, leiðbeiningum eða öðrum hætti.

Eins og sakir standa eru 247 undanþágubeiðnir óafgreiddar.