Tæplega sex af hverjum tíu kjósendum vilja flýta alþingiskosingum og að kosið verði í vetur eða vor, ef marka má skoðanakönnunar sem Capacent Gallup hefur gert fyrir vefritið Smuguna.

Sjö af hverjum tíu stuðningsmönnum Samfylkingarinnar vilja flýta kosningum  og rúmlega átta af hverjum tíu stuðningsmönnum Vinstri grænna. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skera sig verulega úr því aðeins átta af hundraði í þeirra hópi vilja kosningar áður en kjörtímabilið er úti. Sex af hverjum tíu stuðningmönnum annara flokka vill kjósa fyrr.

Könnunin er netkönnun sem gerð var dagana 20. til 27 nóvember. Endanlegt úrtak var 1100 manns á öllu landinu, á aldrinum 18 til 75 ára, handahófs valdir úr viðhofshópi Capacent Gallup.  Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að alþingiskosningum verði flýtt og boðað verði til kosninga í vetur eða vor? Svarhlutfall var 62,5 prósent.

Sjá vefritið Smuguna.