Gunnar Tryggvason - Landsbankinn
Gunnar Tryggvason - Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)

Nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Gunnar Tryggvason, hefur víða komið við á starfsferli sínum. Hann er verkfræðingur að mennt, með Dipl. Ing. gráðu raforkuverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi og diplomagráðu í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun HÍ.

Að loknu námi í Þýskalandi hóf Gunnar störf hjá Altech á Íslandi og síðar hjá ISAL-Alusuisse á Íslandi, en samtals starfaði hann í sjö ár hjá þessum álfyrirtækjum sem verkfræðingur. Eftir þriggja ára dvöl hjá iPRO hf, dótturfélagi EJS, þar sem hann gegndi m.a. starfi forstjóra, varð hann fjármálastjóri orkufyrirtækisins Enex hf. og gengdi því hlutverki á árunum 2003 til 2006.

Nánar er fjallað um nýjan aðstoðarmann fjármálaráðherra í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.