Sex hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Samtaka iðnaðarins en í ár er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Ljóst er því að barist verður um stjórnarsætin. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika og núverandi formaður samtakanna, er ein er í framboði til formanns samtakanna og er því sjálfkjörið í það embætti.

Í kjöri til stjórnar SI eru þau Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson, Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis, Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.

Af þessum sex eru þau Andri Þór, Guðrún og Kolbeinn nú  í stjórn samtakanna, en Halldór, Jón Gunnar og Ragnar koma nýir til leiks.

Rafræn kosning fer fram dagana 28. febrúar til hádegis 13. mars. Nánar er hægt að lesa um frambjóðendurna á vefsíðu SI .