Að óbreyttu fara hjúkrunarfræðingar í verkfall á miðvikudaginn. Saminganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduði í fyrradag og munu aftur funda klukkan fjögur í dag.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að menn séu að ræða saman og það viti á gott. Spurður hvort hann sé bjartsýnn að deilan leysist áður en verkfall skellur á svarar hann: „Á meðan menn eru að tala saman þá er von."

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að afar litlar líkur séu að því samningar takist fyrir verkfall. Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi hafa mikil áhrif og hugsanlega leiða til þess að loka þurfi deildum á Landspítalanum. Verkfall hjúkrunarfræðinga mun auka til muna þrýstingin á samninganefnd ríkisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .