Landsbanki Íslands hefur skipað sex alþjóðlega banka til að leiða skuldabréfaútgáfu á næstunni, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins. HSBC, DZ Bank, Fortis Bank, ING Bank, Sampo Bank og UBM munu leiða útboðið.

Áætlað er að bréfin séu til fimm ára á breytilegum vöxtum og verða þau verðlögð á næstu dögum. Sala bréfanna mun hefjast þegar markaðsaðstæður leyfa, í kjölfar fegurðarsamkeppni þar sem bankarnir kynna Landsbankann fyrir hugsanlegum fjárfestum.

Síðasta skuldabréfaútgáfa Landsbankans var í júlí síðastliðnum. Þá leiddu Credit Suisse First Boston og Banc of America Securities 600 milljón evra (44 milljarðar íslenskra króna) útboð fyrir bankann.

Landsbankinn hefur lánshæfismatið A2 hjá Moody's Investors Service.