Sérfræðingar á vegum matsfyrirtækisins Fitch eru sagðir vera að gera sig klára að lækka lánshæfiseinkunni allt að sex evruríkja fyrir mánaðamót. Lækkunin getur numið frá einu til tveimur stigum.

Löndin sem geta átt von á lægra mati eru Spánn, Kýpur, Ítalía, Írland, Belgía og Slóvenía. Löndin voru öll sett á athugunarlista fyrir mánuði.

Að því er Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Edward Parker, forstjóra Fitch.

Bloomberg hefur eftir Parker að hann telji fremur litlar líkur á því að evrusamstarfið liðist í sundur og að Ítalía verði gjaldþrota. Ástæða þess að Ítalía nær að halda sér á floti, að sögn Parkers, er sú að hagkerfi Ítalía sé of stórt til að önnur lönd leyfi því að fara á hliðina.