Við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær hlutu fimm nemendur og háskólakennari styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum. Styrkirnir, sem nema nærrum sjö milljónum króna,nýtast til náms og rannsókna á Íslandi og Japan til að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskóla Íslands.

Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengls Íslands og Japans. Toshizo Watanabe frumkvöðull og stofnandi Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum lagði fram stofnfé sjóðsins. Hann kynntist á yngri árum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, er hann var skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum. Watanabe hlaut á þeim tíma styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms.

Watanabe sagðist við undirritun stofnskrár sjóðsins vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót stjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlends. Hann ákvað því að hafa samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla.