Vikan sem nú er að hefjast verður vika ársuppgjöranna. Í Morgunpósti IFS greiningar er bent á að hvorki fleiri né færri en sex félög ætla að birta uppgjör sín fyrir fjórða fjórðung og árið 2013 í vikunni. VÍS og Reginn ríða á vaðið á morgun. TM, N1 og Fjarskipti birta á miðvikudag og Eimskip á fimmtudag.

IFS hefur gefið út afkomuspá fyrir Eimskip þar sem reiknað er með því að EBITDA verði 10,7 milljónir evra á 4F og 40 milljónir evra á árinu 2013 í heild. Gangi þetta eftir hækkar EBITDA um rúm 10% á árinu frá 2012.

Einnig hefur IFS gefið út afkomuspá fyrir Tryggingamiðstöðina þar sem gert er ráð fyrir 686 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á 4F og þar með um 2,8 milljörðum króna á árinu 2013.