Samkvæmt CNN Money eru nokkur fyrirtæki sem áður voru mjög vinsæl á leið í þrot. Þau eru:

1. BlackBerry símafyrirtækið sem var eitt það vinsælasta fyrir örfáum árum er nú á snöggri útleið sökum snjallsíma.

2. RadioShack ratækjabúð í Bandaríkjunum sem var jafn vinsæl og Starbucks á 9. og 10. árutugunum hafa lokað mörgum búðum undanfarin ár.

3. Sears og Kmart. Síðan húsgagnafyrirtækið Sears keypti fyrirtækið Kmart árið 2005 hefur það átt í miklum fjárhagslegum vandræðum.

4. J.C. Penney Fatabúðir fyrirtækisins hafa átt í miklum vandræðum með sölu síðan árið 2011 og hefur verið tilkynnt að 33 búðum verði lokað á þessu ári.

5. Barnes and Noble Sala á prentuðum bókum hefur dregist töluvert saman í kjölfar vinsælda rafbóka. Barnes and Noble hefur þróað sitt eigið lesbretti Nook en það á ekkert í vinsældir Kindle.

6. Toys R Us Leikfangafyrirtækið hefur misst mikil viðskipti til Amazon og Walmart.