Sex fjárfestahópar eru eftir í kapphlaupinu um Símann, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Frestur, sem hóparnir hafa til þess að ganga endanlega frá innbyrðis samsetningu, rennur út í dag. Fjármögnun hugsanlegra kaupa þarf einnig að liggja fyrir í vikunni.

Fjórtán aðilar eða fjárfestahópar lögðu sem kunnugt er fram óbindandi tilboð í Símann en einkavæðingarnefnd hleypti tólf þeirra í gegn og veitti þeim aðgang að ítarlegum upplýsingum um fyrirtækið.

Nánar er sagt frá þessu í Viðskiptablaðinu í dag.