Sex hundruð fermetra svæði í austurhluta tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur verið auglýst til leigu. Í auglýsingunni segir að einungis aðilar sem hafi haldgóða reynslu af rekstri komi til greina. Reksturinn þurfi að tengjast hlutverki Hörpu, vera á sviði tónlistar, menningar, ferðamennsku eða ráðstefnuhalds.

„Þetta er eini hluti hússins sem ekki er búið að innrétta, við vorum að klára áttundu hæðina, sem hefur hlotið heitið Háaloft, og fyrir nokkru einnig Björtuloft,“ segir Hulda Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Halldórs Guðmundssonar forstjóra, í samtali við Morgunblaðið í dag.