Hagnaður Frjálsa fjárfestingarbankans fyrstu sex mánuði ársins 2006 nam 580 milljónum króna samanborið við 230 milljón krónur fyrir sama tímabil 2005, sem er aukning á hagnaði um 152%.

Arðsemi eigin fjár var 31,7%, samanborið við 14,2% á sama tímabili í fyrra.

Eigið fé í lok tímabilsins nam 4.506 milljónum króna og hefur hækkað um 15% frá áramótum. Eiginfjárhlutfall (CAD) bankans var 14,1%, samanborið við 18% á sama tíma í fyrra.

Niðurstaða efnahagsreiknings var 50.640 milljónir króna og hefur hækkað um 35% frá áramótum. Heildarútlán og kröfur á lánastofnanir námu 48.366 milljónum króna í lok júní 2006 og hækkuðu um 36% á tímabilinu.

Hreinar vaxtatekjur námu 656 milljónum króna samanborið við 288 milljónum króna fyrir sama tímabil 2005. Vaxtamunur var 3,0% samanborið við 2,4% árið 2005.

Þjónustutekjur námu 50 milljónum króna samanborið við 42 milljónum króna fyrir sama tímabil 2005 og aðrar rekstrartekjur hækka um 77% og námu 296 milljónum króna samanborið við 167 milljónum króna 2005

Kostnaðarhlutfall Frjálsa lækkar mikið samanborið við sama tímabil 2005 og nam 21% en var 36% á árinu 2005. Launakostnaður lækkar óverulega samanborið við árið 2005 en annar rekstrarkostnaður hækkar umtalsvert eða um 63%, meðal annars vegna hækkunar á markaðskostnaði.