Matsölustaðirnir American Style, Eldsmiðjan, Aktu taktu, Greifinn á Akureyri, Lækjarbrekka og Pítan seldu mat og vörur á síðasta ári fyrir um 2,9 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi félagsins Foodco fyrir árið 2009. Félagið á og rekur matsölustaðina.

Alls nam hagnaður félagsins á árinu um 330 milljónum króna. Það skuldaði í árslok 2009 rúmlega 1,2 milljarða króna og var hluti þeirra skulda gjaldfallinn í árslok. Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri og einn eigenda Foodco, segir að fyrirtækið standi sterkum fótum og rekstrarframtíð sé góð í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir. Handbært fé Foodco nam um 470 milljónum króna í lok síðasta árs.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .