Kaupfélag Suðurnesja hagnaðist um 161 milljónir á síðasta ári miðað við 50 milljóna hagnað árið 2018. Þar munar mestu um hlutdeild í auknum hagnaði Samkaupa sem félagið er meirihlutaeigandi að.

Sjá einnig: Vilja Samkaup í Kauphöllina

Kaupfélagið á einnig 31.000 fermetra fasteignasafn í gegnum félagið KSK eignir sem metið er á 5,9 milljarða króna en Samkaup er stærsti leigjandi KSK. Alls nema eignir samstæðunnar 15,8 milljörðum króna og eigið fé 3 milljörðum króna.