*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 24. mars 2015 09:00

Sex milljarða velta á höfuðborgarsvæðinu

Meðalupphæð á hvern kaupsamning á fasteignamarkaði nam 37 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 5.998 milljónum króna í liðinni viku. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Alls voru gerðir 116 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning nam 37 milljónum króna.

Veltan er nokkuð yfir meðaltali síðustu tólf vikna, sem nemur 4.627 milljónum króna.