Tækifæri hafa skapast fyrir lítil, óháð verðbréfafyrirtæki í kjölfar hruns á áliti á stóru bönkunum þremur sem áður voru mjög áberandi og ráðandi á þessum markaði. Fjögur verðbréfafyrirtæki fengu starfsleyfi í fyrra en árið 2009 fékk aðeins eitt slíkt fyrirtæki starfsleyfi og sama gildir um árið 2008. Flest þessara nýju verðbréfafyrirtækja þjónusta lífeyrissjóði og fagfjárfesta með ráðgjöf en gera má ráð fyrir að einhver af þessum fyrirtækjum eigi eftir að auka þjónustuframboð sitt á næstu árum. Auður Capital hefur flesta starfsmenn þessara nýju fyrirtækja. Þrjú fyrirtæki sem fengu leyfi í fyrra voru stofnuð árið 2009 og 2010.

Ný fjármálafyrirtæki
Ný fjármálafyrirtæki
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Fyrirtækjaráðgjöf algengust

Flest þessara nýju verðbréfafyrirtækja bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf bæði fyrir minni og stærri fyrir tæki . ALM býður alhliða f yrir tækjaráðgjöf þar sem megináherslan er á fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og samskipti við lánastofnanir. Centra Fyrirtækjaráðgjöf sinnir einnig einungis f yrir tækjaráðgjöf og þar starfa fjórir. Fyrirtækið hét áður Capacent fjármálaráðgjöf og var stofnað árið 2009. Arctica Finance og Auður Capital sinna einnig fyrirtækjaráðgjöf. ALM fjármálaráðgjöf, Arctica Finance og Auður Capital bjóða upp á eignastýringu bæði til fyrirtækja og einstaklinga.

Alfa verðbréf hf. var stofnað árið 2004 og starfaði sem ráðgjafarfyrirtæki til apríl 2010 þegar það hlaut starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Meginverkefni félagsins tengjast samstarfi þess við svissneska bankann Credit Suisse og þjónustu við lífeyrissjóði, fjárfestingarfélög og aðra fjárfesta.

Eitt nýtt vörslufyrirtæki

T Plús á Akureyrisérhæfir sig í vörslu- og uppgjörsþjónustu verðbréfa og fékk starfsleyfi í desember á síðasta ári. Þjónustusviðið er allt frá varðveislu verðbréfa fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta upp í daglegan rekstur verðbréfakerfa fyrir fyrirtæki með stærri verðbréfaumsvif, svo sem banka og verðbréfafyrirtæki. T Plús er í eigu Íslenskra verðbréfa, Sögu fjárfestingarbanka og Stapa lífeyrissjóðs. Katrín Ýr Pétursdóttir er framkvæmdastjóri T Plús og þar starfa sex manns.