Tæknifyrirtækið Oz hefur bætt við sig sex starfsmönnum til að vinna við gervigreind en félagið hyggst bæta tækni sína sem notuð er til að endurvarpa íþróttaviðburðum enn frekar.

Núverandi tækni félagsins hefur verið nýtt fyrir framleiðslu á hundruðum erlendra íþróttaviðburða, þar má nefna verkefni sem unnin hafa verið í samstarfi við alþjóðleg íþróttasambönd eins og FIFA, Concacaf og CONMEBOL.

Nýlega fékk félagið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Það samstarf gengur að stórum hluta út á að skapa ný og spennandi störf hjá fyrirtækinu á Íslandi og efla þekkingu á sviði gervigreindar.

Starfsmennirnir sex eru:

Aðalsteinn Pálsson , en hann hefur unnið sem ráðgjafi á sviði gervigreindar hér á landi síðastliðin 2 ár. Þar áður starfaði hann hjá Alipes Capital þar sem hann vann að þróun á algorithmum sem nýttir voru til sjálfvirkra ákvarðana á fjármálamörkuðum. Hjá OZ mun hann vinna að þróun á gervigreind þar sem markmiðið er að sjálfvirknivæða ferla tengda upptökum og útsendingum.

Paresh Kamble , en hann er sérfræðingur í gervigreind. Hann er með Ph. D. in 'Visual tracking of sport entities like ball & players, etc'. Hjá OZ vinnur hann að algorithmum til þess að bera kennsl á leikmönnum og bolta, ásamt því að leiða söfnun og vinnslu á gögnum sem notuð eru við þjálfun á algorithmunum.

Hjörtur Geir Björnsson , sem er rafmagnsverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) með sérhæfingu í sjálfvirkum stýrikerfum og róbotatækni. Hann hefur margra ára reynslu af þróun róbota- og sjálfvirknilausna og var m.a. ábyrgur fyrir þróun sjálfstýrðra dróna í keppnisliði DTU sem náði góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi.

Hjörtur var meðstofnandi SAReye sem lenti í fyrsta sæti í Gullegginu árið 2013 og tók síðan þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum sumarið eftir. SAReye þróaði nýtt viðbragðsstjórnunarkerfi fyrir Landsbjörg sem er nú notað til að stýra öllum björgunarsveitaraðgerðum á Íslandi. Hjörtur kemur til OZ Sports frá Norðuráli

Bjartur Hafþórsson en þó hann sé einungis 23 ára en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur úr Háskólanum í Reykjavík, þaðan sem hann útskrifaðist með sérstaka áherslu á gervigreind (e. Artificial Intelligence) og tölvuleikjaþróun (e. Computer Game Design and Development), auk þess að vera í meistaranámi.

Undanfarið hefur hann búið í Hollandi og stundað þar tvö meistaranám samtímis, annars vegar í gervigreind og hins vegar í leikja- og miðlatækni (e. Game and Media Technology). Bjartur hefur áður starfað hjá íslenska sprotafyrirtækinu Travelade. Hann er nú fluttur aftur heim til Íslands reynslunni ríkari og starfar innan gervigreindardeildar OZ við sjálfvirknivæðingu á upplýsingaöflun og greiningu á fótboltaleikjum í rauntíma

Andri Rafn Ágústsson hefur mikla reynslu af framendaforritun, Yfirgripsmikla þekkingu á css og javascript og er sérfræðingur í Vue. Hann hefur unnið seinustu ár fyrir hönnunarstofuna Jökulá ásamt því að aðstoða við forritun hjá hugbúnaðarhúsinu Reon. Hann er með BSc í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafa vefir unnir af honum fengið þrjár tilnefningar frá Awwwards og eina frá Svef. Andri stefnir að því að vinna hörðum höndum með öflugu teymi við að umbylta upplifun fólks af íþróttaviðburðum með því að sjá til þess að allt notendaviðmót og öll notendaupplifun verði í algjörum heimsklassa.

Guðmundur Auðunsson gekk til liðs við OZ Sports fyrr á árinu eftir þrjú ár hjá Auglýsingastofunni Jökulá. Hann hefur lokið Bachelor gráðu í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Guðmundur kemur inn sem verkefnastjóri.

Þrír geti unnið sömu vinnu og fimmtán manns

Markmið OZ er að gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði og nú tíðkast í stærri úrvalsdeildum íþrótta. Þannig ættu leikir í kvennafótbolta eða unglingadeild að vera eins og stórleikur í úrvalsdeild karla. Þessu markmiði er hægt að ná með notkun róbota, stýrðum af gervigreind til að hjálpa stjórn útsendinga. Með slíkum aðferðum þá gæti þriggja manna útsendingarteymi unnið á við 15 manns.

Þannig er hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og væri þá einungis brot af því sem þekkist nú í dag. Þar með er hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gefið öllum leikjum deildarinnar góð skil.

OZ Sports þróar hugbúnað sem meðal annars getur greint nákvæma atburði íþróttaleikja til að bæta upptökur frá leikjum með nákvæmari stýringum á myndavélum og möguleika að elta leikmenn með meiri nákvæmni en hingað til hefur verið hægt. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum.

Meðal þess sem er í þróun hjá OZ eru greiningarkerfi sem nýta svokallaða deep learning og gervigreind til að greina alla vinnslu leikmanna á vellinum á meðan að leik stendur. Þessi rauntíma gögn má nýta til að auka gæði útsendinga, eins og með sjálfvirkum stjórnun myndavéla. Auk þess er hægt að nýta kerfið fyrir rauntíma greiningar á brotum í leikjum, eins og að greina á sjálfvirkan máta rangstöðubrot. OZ vinnur að því að opna aðgang að þessari rauntímagreiningu fyrir önnur hugbúnaðarfyrirtæki sem starfa við greiningu íþróttaleikja.