Áætlað er að 12.400 manns hafi verið án atvinnu og í atvinnuleit í ágúst síðastliðnum. Áætlað er að tæplega 196 þúsund hafi verið starfandi og því hlutfall atvinnulausra af vinnuafli ríflega sex prósent, það er um 1,6 prósentustigi hærra en á sama tíma fyrra árs. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands.

Áætlað er að tæplega 209 þúsund einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi verið á vinnumarkaði í nýliðnum ágústmánuði. Það gerir um 81% atvinnuþátttöku sem er 1,9 prósentustigi hærra en ári áður.

Atvinnuleysi, sem er árstíðarleiðrétt, dróst saman um 0,4% milli mánaða en meðaltal vinnustunda lækkaði um 0,6. Meðalfjöldi vinnustunda í ágúst 2020 voru 39,5 stundir eða tveimur stundum lægra en í ágúst 2019.

Vert er að taka fram að Hagstofa Íslands gefur sér skekkjumörk sem kunna að vera ólík milli hagstærða.