Bandaríski seðlabankinn, sá evrópski, Englandsbanki og seðlabanki Japans auk seðlabanka Kanada og Sviss hafa ákveðið að dæla lausafjármagni inn í fjármálakerfið með það fyrir augum að slá á afleiðingar skuldakreppunnar.

Samkomulag um þetta mun hafa náðst í dag, að sögn breska dagblaðsins Guardian.

Í netútgáfu blaðsins kemur fram að skuldakreppan hafi valdið því að dyr banka og fjármálastofnenda í Evrópu að erlendu lánsfjármagni hafi lokast.

Viðbrögð bandaríska seðlabankans felast í því að hann sendir dollara til evrópska seðlabankans í skiptum fyrir evrur.