Í söluferli Framtakssjóðsins á fyrirtækinu Plastprent óskuðu þrettán aðilar eftir upplýsingum um félagið. Sex skiluðu inn skilyrtum tilboðum og voru fjórir valdir í annan fasa á ferlinu. Eins og komið hefur fram eignaðist Kvos, móðurfélag Odda, félagið. Fjallað er um söluferlið á Vísi .

Pétur Þ. Óskarsson hjá Framtakssjóðnum segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að ganga til viðræðna við Kvos. Það hafi uppfyllt öll skilyrði og voru hæstbjóðendur.

Framtakssjóðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir söluna, meðal annars af Kristþóri Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ísafoldarprentsmiðju. Hann stóð að einu tilboðanna í Plastprent, þó það hafi ekki veirð prentsmiðjan sjálf. Í grein sem birtist eftir hann fyrir skömmu gagnrýndi hann þá ákvörðun að Kvos fengi að kaupa Plastprent eftir að kvos hafði nýlega fengið afskrifaða 5 milljarða af skuldum fyrirtækisins.

Ennfremur hefur komið fram að stjórnarmaður Landsbankans í Framtakssjóðnum samþykkti ekki tilboð Kvosar af sömu ástæðu.