*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 28. febrúar 2018 11:11

Sex vilja þrjú sæti í stjórn SVÞ

Kosið verður um 3 stjórnarsæti á aðalfundi 15. mars, en 2 af 6 frambjóðendum sitja nú þegar í stjórn.

Ritstjórn
Samtök verslunar og þjónustu eru með skrifstofur í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni
Haraldur Guðjónsson

Kosning meðstjórnanda í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu fyrir kjörtímabilið 2018 til 2020 mun fara fram á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 15. mars næstkomandi.

Kosið er árlega, annars vegar til formanns og þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og svo þrjá meðstjórnendur til tveggja ára, til skiptis. Að þessu sinni kosið um þrjú almenn stjórnarsæti, en alls bárust sex framboð, sem kynnt eru á vef SVÞ.

Opnað verður fyrir kosningu félagsmanna mánudaginn 5. mars næstkomandi, en hver félagsaðili hefur atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2017.

Frambjóðendurnir í stjórn SVÞ eru:

  • Auður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Lifu og stjórnarmaður í Kokku.
  • Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs Eimskipafélags Íslands
  • Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa
  • Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri Vistor 
  • Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverzlunar Íslands - situr í stjórn nú
  • Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri Verslanagreiningar - situr í stjórn nú