Fimmtán hluthafar í Plastprenti tóku kauptilboði Vestiu í bréf þeirra í félaginu í júlí síðastliðnum, sem hljóðaði upp á 5,5 aura á hlut.

Hluthafar í Plastprenti voru 78 í upphafi árs og því má reikna með að yfir 60 hluthafar hafi tapað allri hlutafjáreign sinni með því að ganga ekki að boði Vestiu þar sem hlutafé Plastprents var fært niður að fullu á hluthafafundi þann 6. ágúst s.l.

Á fundinum var samþykkt tillaga um að Landsbankinn (NBI) fengi forkaupsrétt að nýju útgefnu hlutafé að upphæð 500 þúsund krónur. NBI hefur framselt þann rétt til Vestiu sem á Plastprent að fullu og undirbýr nú sölu þess eftir fjárhagslega endurskipulagningu.