Hlutafé Sjóbaða ehf. var hækkað um 60 milljónir króna að raunvirði í mars síðastliðnum. Hluthafar sem lögðu félaginu til hlutafé í formi reiðufjár voru Jarðböðin hf. með 11,0 milljónir, Norðursigling ehf. og Tækifæri hf. með sitthvorar 17,4 milljónir og Dimmuborgir ehf. með 5,5 milljónir. Því til viðbótar lagði Orkuveita Húsavíkur fram 8,3 milljóna kröfu sína á félagið sem greiðslu fyrir aukningu á hlutafé.

Eftir hlutafjáraukninguna mun Norðursigling og Tækifæri eiga sitthvorn 29% hlut, Jarðböðin eiga 18,3%, Orkuveita Húsavíkur 13,8% og Dimmuborgir 9,2% hlut. Basalt arkitektar og Kvöðull eiga einnig sitthvorn 0,3% hlut.

Félagið Sjóböð rekur GeoSea sjóböðin á Húsavíkurhöfða sem opnuðu í september 2018. Eignir Sjóðbaðanna námu 816 milljónum í árslok 2018. Skuldir voru um 640 milljónir og eigið fé 176 milljónir.