Sem kunnugt er samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins (ESB) að hefja aðildarviðræður við Ísland þann 17. júní sl. og munu aðildarviðræður að öllu óbreyttu hefjast í haust. Gera má ráð fyrir að eitthvað beri á milli í löggjöf Íslands annars vegar og löggjöf ESB hinsvegar.

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Brussel og aðalsamningamaður Ísands í fyrirhuguðum aðildaviðræðum segir í samtali við Viðskiptablaðið að vegna EES samnings hafi Íslendingar nú þegar tekið upp stóran hluta af löggjöf ESB.Það hafi meðal annars greitt fyrir ákvörðun ESB um að hefja aðildaviðræður.

Stefán Haukur útskýrir málið þannig að búast megi við fljótlegri vinnu við 60% þeirra kafla sem aðildaviðræðunum er skipt niður í. Síðan séu það má sem útaf standa, t.d. landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggðamál og önnur innanríkismál sem skoða þurfi betur.

"Við vitum svona gróflega hvar við stöndum en við þurfum þó að rýna betur í þá kafla þar sem við höfum ekki nú þegar tekið upp alla löggjöfina. En samningshóparnir eru langt komnir með heimavinnuna og skoða ESB löggjöfina.

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins