„Það er okkar mat að félagið eigi meira inni,“ segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, um Bakkavör. Bankinn á 34% hlut í Bakkavör og er annar stærsti eigandi félagsins á móti þeim Ágústi og Lýð Guðmundssonum sem hafa verið að kaupa upp eignarhluti lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu.

Halldór segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið að boð hafi komið í hlut bankans í Bakkavör. Það hafi hins vegar ekki verið nægilega gott til að það réttlæti sölu á honum. Hann segir ásættanlegt verð 50 - 100% hærra en það sem hafi borist hingað til.

„Auðvitað þurfa menn að meta það hvað þeim þykir eðlilegt verð. Við, ásamt nokkrum lífeyrissjóðum ákváðum að halda áfram á hlutum okkar í félaginu,“ segir Halldór.

Ítarlegt viðtal er við Halldór Bjarkar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Tugi skattskilamála á borði sérstaks saksóknara
  • Skráning N1 á markað var ekki boðin út
  • Neytendur breyta venjum sínum
  • Mögulegt að lífeyrisréttindi skerðist
  • Sértryggð skuldabréf bankanna framar innstæðum
  • Bankarnir hefja endurútreikning gengislána
  • Sena stefnir á bíóveitu á netinu
  • Kröfuhafar flýta sér ekki við skuldauppgjör Björgólfs
  • Velgengnin og kvótakerfið
  • Halldór Bjarkar Lúðvígsson segir í ítarlegu viðtali Arion banka ætla að halda í hlut sinn í Bakkavör
  • Leikritið Pabbinn fer á flakk
  • Allt á fullu á skíðasvæðunum
  • Ýmislegt um myndlist og stuld á meistaraverkum
  • Nýjasti bíllinn frá BMW prufukeyrður
  • Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, í nærmynd
  • Óðinn skrifar um Hæstarétt og Landsvirkjun
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um svarta atvinnustarfsemi
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira