Fulltrúar bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) héldu því fram fyrir dómstólum í gær að stjórnendur Kaupþings hefðu á tímabili fyrir hrun bankans haustið 2008 búið heima hjá Robert Tchenguiz, einum stærsta hluthafa bankans en jafnframt einum stærsta skuldara bankans.

Breska blaðið The Telegraph fjallar um þetta á vef sínum þar sem haft er eftir fulltrúum SFO að stjórnendur Kaupþings hafi haft aðstöðu á heimili Tchenguiz á þeim tíma sem unnið var í því að útvega honum lán frá Kaupþingi, til að fjármagna eldri lán frá bankanum. Ekki kemur fram í frétt Telegraph hvaða stjórnendur það eru sem eiga að hafa búið heima hjá Tchenguiz.

SFO hefur sætt mikilli gagnrýni af hálfu dómara í Bretlandi fyrir að halda illa á rannsóknum gegn Robert Tchenguiz og bróður hans Vincent. Rannsókn á viðskiptaháttum Vincent hefur nú verið hætt.

Sjá frétt Telegraph í heild sinni.