Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, hefur lokið rannsókn á félögunum JJB Sport og Sport Direct. Málinu er lokið án ákæru.

JJB Sport var eitt sinn að hluta í eigu Exista.

Samkvæmt frétt BBC um málið lék grunur á að félögin tvö, Sports Direct og JJB Sports, hafi reynt að hafa áhrif á samkeppnismarkað íþróttavarnings á tímabilinu frá júní 2007 til mars 2009.

Segir í fréttinni að SFO haldi þó áfram rannsókn á einstaklingum tengdum félögunum.