Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), verður að forðast sömu mistök við rannsókn á Libor-hneykslinu og stofnunin gerði í rannsókn sinni á Kaupþingi og Tchenguiz-bræðrum, að sögn forstjóra SFO, David Green.

Hann sagði þingnefnd breska þingsins að hann geri sér grein fyrir því að afstaða margra til SFO muni ráðast af því hvernig stofnunin nær að afgreiða rannsóknina á Libor-vaxtamálinu.

Mjög margir starfsmenn SFO vinna nú að rannsókn á málinu, en sterkur grunur leikur á að bankar hafi átt í ólöglegu samráði til að hafa áhrif á millibankavexti í London, svokallaða Libor vexti.

SFO hefur gengið í gegnum endurskipulagningu og gerir ennþá frá því að ákveðið var að hætta rannsókninni á Tchenguiz-bræðrum og Kaupþingi og segist Green sannfærður um að stofnuninni takist að forðast þau mistök sem gerð voru þar.