SFR og RARIK hafa skrifað undir nýjan kjarasamning.

RARIK varð að opinberu hlutafélagi 1. ágúst 2006 með sérstökum lögum og heyrði fyrirtækið því ekki lengur undir þau lög sem opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra heyra undir.

Þetta kemur fram á vef SFR.

Þar kemur fram að RARIK varð aðili að Samtökum atvinnulífsins og því var nauðsynlegt að gera nýjan kjarasamning við fyrirtækið í þessu breytta umhverfi. Samningurinn gildir frá 1. maí 2008 til 31. desember 2010 með endurskoðunarákvæði sambærilegum þeim sem samnið var um á almennum markaði í byrjun árs.

Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn þriðjudaginn 8. júlí í aðalstöðvum RARIK að Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík.

Fram kemur á vef SFR að verið er að undirbúa atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og verða kjörgögn send félagsmönnum fyrir vikulok.