Um helgina var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins (SGS) fyrir hönd einstakra félaga sambandsins.

Á sama tíma var undirritaður samningur Eflingar stéttarfélags við Reykjavíkurborg.

Þetta kemur fram á vef SGS.

Samkvæmt samningnum munu launataxtar hækka um 20.300 krónur á tímabilinu en gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara um breytingar.

Félagsmönnum aðildarfélaga SGS verður kynntur samningurinn á næstu dögum og stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um samninginn verði lokið 17. desember nk.

Sjá nánar veg SGS.