Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði átt að vara Íslendinga við þeirri áhættu sem skapaðist árunum fyrir 2008. Í samstarfi AGS og stjórnvalda átti að taka fyrr á skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Þetta sagði Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri AGS, á ráðstefnu stjórnvalda, Seðlabankans og AGS í Hörpu í dag.

Martin Wolf stýrir pallborðsumræðum á fundinum. Hann spurði: „Ef við hefðum vitað það sem við vitum núna, hvað yrði gert öðruvísi," og víasði til efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda. Auk atriðanna tveggja nefndi Shafik að líta þyrfti frekar til hversu tengt hagkerfi heimsins eru, ekki dugi að líta til hvers lands fyrir sig.

Wolf benti á að svar Shafik marki ákveðin tímamót, þar sem afar sjaldgæft væri að AGS viðurkenni mistök.