Shanghai vísitalan í Kína hefur nú lækkað um 50% frá því að hún náði hámarki, 6.092 stig í október síðastliðnum.

Vísitalan lækkaði um 3% í dag og var lokagildi hennar 3.022 stig en hún hafði náð fyrrgreindu hámarki þann 16. Október.

Fréttavefur BBC greinir frá því að áhyggjur fjárfesta að aðgerðum yfirvalda til að halda verðbólgu í skefjum hafi haft neikvæð áhrif á markaði en þegar vísitalan náði hámarki sínu hafði hún vaxið sexfalt á aðeins tveimur árum.