Bandarísku hagfræðingarnir Lloyd Shapley og Alvin Roth fengu afhent Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrr í dag.

Þeir fá verðlaunin vegna framlags þeirra til til leikjafræði en Shapley og kollegar hans unnu meðal annars að hinum svokallaða Gale-Shapley algrím (e. algorithm). Framlag Shapley snýr til að mynda að því hvernig aðilar markaða hafa hag af því að viðhalda sambandi þeirra á milli.

Alvin Roth notaðist við fræðilegar niðurstöður Shapley við rannsóknir sínar. Hann er meðal annars hafa sýnt fram á að stöðugleiki sé forsenda þess að skilja velgengni markaða. Þá hefur hann meðal annars aðstoðað við að endurhanna leiðir til að para saman lækna og spítala, skóla og stúdenta og líffæragjafa og sjúklinga. Allt gert með Gale-Shapley algríminn sem undirstöðu.

Shapley er í dag prófessor við Harvard háskóla og Roth prófessor við Háskólann í Kaliforníu.