Rólegt var yfir öllum helstu mörkuðum í Asíu í viðskiptum dagsins.

Stærsti markaður Asíu, Nikkei 225 hækkaði um 0,3% í viðskiptum dagsins. Helsta breytingin á þeim markaði var á hlutabréfum raftækjaframleiðandans Sharp sem hækkaði um 9,4 % í kjölfar frétta að samningaviðræður um sameiningu við Foxconn væri við það að ljúka. Sharp og móðurfélag Foxconn, Hon Hai Precicion Industry gáfu úr yfirlýsingu þar sem kom fram að báðir aðilar gerðu ráð fyrir að samningum yrði lokið á mánudaginn.

Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um 0,5% í viðskiptum dagsins og Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 1,18%.