Bresk-hollenski olíurisinn Royal Dutch Shell hefur ákveðið að hætta við fjárfestingar sem nemur 15 milljörðum Bandaríkjadala. BBC News greinir frá.

Umræddar fjárfestingar voru fyrirhugaðar á næstu þremur árum en nú hefur fyrirtækið gefið út að dregið verði úr útgjöldum vegna lækkandi olíuverðs.

Fyrirtækið er þó ekki illa statt og jók til að mynda við hagnað sinn á síðasta ári. Hann nam þá 19 milljörðum dala og var 2,3 milljörðum hærri en árið 2013, en fyrirtækið seldi eignir fyrir 15 milljarða dala á árinu.